Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að efla strætótengingar

Sanna Magdalena Mörtudóttir Tilkynning

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að beina því til stjórnar Strætó bs. að bæta strætótengingar milli hverfa og innan hverfa. Slíkt verði gert í samvinnu við farþega. Mikilvægt er að bæta tengingar fyrir fólk sem reiðir sig á strætó í sínu daglegu lífi. Til að byggja upp almenningssamgöngur sem áreiðanlegan kost sem fleiri vilja nota í framtíðinni, er mikilvægt að það verði gert út frá röddum og þörfum notenda. Með tengingum er átt við leiðarnar sem vagnarnir fara í núverandi leiðakerfi strætó sem og staðsetningu og fjölda þeirra strætóstoppistöðva sem eru í boði á þeirri leið.

Oft er vísað til borgarlínu þegar fjallað er um þær úrbætur sem þurfa að eiga sér stað á almenningssamgöngum. Langt er í að það verði að veruleika og fólk sem treystir á strætó í dag þarf betri lausnir núna. Það er því mikilvægt að efla og styrkja strætó út frá þörfum notenda. Með því að byggja almenningssamgöngur út frá röddum farþega aukast líkur á að fleiri kjósi sér þann kost þar sem um áreiðanlegan valmöguleika er að ræða.

Að búa í nálægð við stoppistöð þýðir ekki endilega að það sé stöð sem komi fólki á leiðarenda. Huga þarf sérstaklega að tengingum á milli hverfa og að hægt sé að ferðast innan hverfis, t.d. til og frá verslunarkjörnum. Þegar ný hverfi verða til þarf að tryggja að samgöngur séu til staðar inn í hverfið og út úr því. Þá þarf einnig að skoða fjölda biðstöðva á hverri leið og tryggja að þær séu nógu margar.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram