Framboð sósíalista í borginni – Sturla Freyr Magnússon

Ritstjórn Sögur

„Ég heiti Sturla Freyr Magnússon og er þrítugur. Ég ólst upp fyrstu árin í Vesturbæ en flutti sem barn í Hvassaleiti og unglingur í Grafarholt. Ég er núna í tveimur hlutastörfum og námi í Háskólanum, við tölvunarfræði. Ég og sambýliskona mín keyptum okkur búsetu því við töldum það betri kost en bæði fasteigna- og leigumarkaðinn.

Ég er í framboði því mér finnst augljóst að frelsi fólks til að lifa lífinu eftir eigin höfði sé að hverfa hjá þeim sem koma ekki út á toppnum í samfélaginu, sem við eigum að vera smíða fyrir okkur öll. Mitt helsta mál eru almenningssamgöngur. Ég hafði ekki efni á því að klára bílprófið þegar ég missti vinnuna í kreppunni en lét það ekki á mig fá því ég hafði komist allar mínar ferðir frá átta ára aldri í strætó og geri enn í dag. Því langar mig að bjarga mínum gamla, góða gula vini frá því niðurrifi sem er í gangi þar. Svo eru auðvitað húsnæðis- og kjaramál eitthvað sem ég finn á eigin skinni.“

Sturla Freyr Magnússon býður sig fram fyrir Sósíalista í Reykjavík þann 14. maí. #sannaReykjavík

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram