Framboð sósíalista í borginni – Thelma Gylfadóttir

Ritstjórn Sögur

„Ég er 32 ára og er fædd og uppalin í Reykjavík, nánar tiltekið í Breiðholti. Í dag bý ég með eiginmanni mínum og 12 ára syni í Efra-Breiðholti þar sem við höfum búið síðastliðin ár. Ég er með Bsc gráðu í sálfræði og starfa sem háskólamenntaður sérkennari.

Þau ár sem ég hef búið í Reykjavík hef ég meðal annars verið einstætt foreldri, námsmaður og nánast allt þar á milli. Ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að bjóða mig fram á lista Sósíalistaflokksins er þörfin fyrir að sjá breytingar í málefnum borgarinnar. Þörfin fyrir sönn, heiðarleg og sanngjörn stjórnmál, án frændhygli og spillingar. Reykjavík er borgin okkar allra og finnst mér því að forgangsröðun málefna hjá borginni eigi að endurspegla þarfir íbúanna.

Ég tel að það sé mikilvægt og löngu tímabært að við Reykvíkingar endurskoðum fjárhagsstefnu borgarinnar og setjum málefni sem snerta okkur öll í forgang, sérstaklega málefni sem setið hafa allt of lengi á hakanum, líkt og húsnæðismál, leikskóla og skólamál, þjónustu við fatlaða og úrbætur á almenningssamgöngum.

Í gegnum starf mitt með börnum með sérþarfir og ekki síst vegna reynslu minnar sem foreldris eru málefni barna í Reykjavík eitthvað sem skiptir mig miklu máli, og þá sérstaklega að öllum börnum sé tryggður viðeigandi stuðningur, aðstoð og úrræði við hæfi í skólakerfinu, óháð skólastigi. Að börn fái mat í skólanum óháð fjárhagslegri stöðu foreldra og að öll börn hafi jöfn tækifæri til að stunda íþróttir og tómstundir.“

Thelma Gylfadóttir býður sig fram fyrir Sósíalista í Reykjavík þann 14. maí. #sannaReykjavík

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram