Framboð sósíalista í borginni – Ása Lind Finnbogadóttir

Ritstjórn Sögur

„Ég heiti Ása Lind Finnbogadóttir og er framhaldsskólakennari, plötusnúður og móðir tveggja unglingsdrengja. Ég er í sambúð og bý í blokkaríbúðinni minni og er nýfarin að vinna aftur eftir veikindaleyfi. Ég kenni heimspeki og sálfræði og elska tónlist. Ég er sósíalískur femínisti og brenn fyrir baráttu fyrir þá hópa samfélagsins sem höllustum fæti standa.

Það þarf að enda fátækt í svo ríku landi og hugsa samfélagið út frá hagsmunum fólksins en ekki fyrirtækja og fjármagns.”
Ása Lind Finnbogadóttir býður sig fram fyrir Sósíalista í Reykjavík þann 14. maí. #sannaReykjavík

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram