Borgarstjórnarflokkur Sósíalista

Ritstjórn Frétt

Borgarstjórnarflokkur Sósíalista hittist í morgun til þess að ræða starfið framundan og áherslur. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúar og Andrea Helgadóttir varaborgarfulltrúi skipa borgarstjórnarflokk Sósíalista þar sem áherslan verður á efnahagslegt- og félagslegt réttlæti. Sósíalistar hlakka til starfsins sem er framundan. Sósíalistaflokkur Íslands fékk 7,7% fylgi í kosningum og tvo kjörna fulltrúa sem er bæting frá síðustu kosningum þar sem flokkurinn var með 6,4% fylgi og einn fulltrúa. Flokkurinn er hreyfing sem mun leggja áherslu á að færa raddir láglaunafólks, innflytjenda, leigjenda, eftirlaunafólks, öryrkja og annarra valdalítilla hópa og verið farvegur fyrir baráttu þeirra inn í borgarstjórn.

 

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram