Sósíalistaflokkurinn styður baráttu hinsegin fólks fyrir fullum mannréttindum

Stjórnir flokksins Tilkynning

´Í stefnu Sósíalistaflokksins segir að vinna eigi markvisst að fullum mannréttindum hinsegin fólks og gegn hvers kyns ofsóknum, hatursorðræðu og heimilisofbeldi, ofbeldi gegn fólki af ákveðnu kyni, uppruna, fötluðu fólki og hinsegin fólki. 

Nánar segir í stefnunni:

„Réttindi hinsegin fólks sem hafa áunnist skulu varin og unnið að fullu jafnrétti þeim til handa í samræmi við regnbogakort ILGA Europe sem eru Evrópsk regnhlífasamtök hinsegin fólks. Kyn skulu ekki sjálfkrafa álitin aðeins tvö heldur geti fólk verið skráð hán eða milli kynja. Þá megi samkynhneigðir karlar gefa blóð eins og aðrir og samkynhneigðum foreldrum gert jafn hátt undir höfði þegar kemur að skráningu og forræði barna sinna og öðrum foreldrum. Kynrænt sjálfræði intersex einstaklinga skal einnig staðfest og lagt bann við því að setja börn í óþarfar skurðaðgerðir á kynfærum ytri eða innri.“

Sósíalistaflokkurinn styður baráttu hinsegin fólks og fagnar með því unnum sigrum á hinsegin dögum. Baráttunni er hins vegar ekki lokið fyrr en allt fólk býr við jafnan rétt og virðingu.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram