Sósíalistaflokkurinn andmælir vaxandi hervæðingu í Evrópu og varar við afleiðingum hennar á lífskjör í álfunni

Stjórnir flokksins Tilkynning

Sósíalistaflokkurinn varar við aukinni hervæðingu Evrópu og Íslands sérstaklega. Flokkurinn hafnar öllum hugmyndum um aukin framlög úr ríkissjóði til hermála. Vaxandi útgjöld til hernaðar grafa í reynd undan öryggi í Evrópu. Hervæðing eykur líkur á stríðsátökum en grefur líka undan öryggi innan samfélaganna. Það fé sem annars væri notað til að styrkja velferð og innviði er eytt til kaupa á vopnum og drápstækjum. 

Utanríkisstefna Sósíalistaflokksins byggir á friði og leggur áherslu á að Íslandi verði ætíð herlaust og vopnlaust. Þar stendur:

„Í stað þess að vera máttlaus smáþjóð innan hernaðarbandalags viljum við að þjóðin styrki samband sitt og samvinnu við nágrannaþjóðirnar og aðrar smáþjóðir og komi á friðarbandalagi. Slíkt bandalag verði valkostur á móti núverandi veru landsins í Nató. Á sínum tíma var innganga í Nató ekki borin undir þjóðina. Það ætti að gera sem fyrst. Á þann hátt má vinna betur að mannréttindum og lýðræðislegri stjórnskipan innan heimsins gegn auðvaldi og kúgun stærri ríkja gegn smærri. Þá skal Ísland ævinlega vera herlaust og vopnlaust. Við fordæmum allt ofbeldi og styðjum á engan hátt stríðsátök eða kúgun eins ríkis gegn öðru.“

Það er krafa Sósíalistaflokksins að íslensk stjórnvöld stefni ætíð að friði og styðja aldrei vopnuð átök. Það er nóg af hervæddum ríkjum til slíks. Það hæfir ekki herlausri og vopnlausri þjóð að tala upp vopnuð átök og hervæðingu. Rödd Íslands í alþjóðavettvangi ætti að nota til að tala fyrir friði, vopnahléi, stöðvun átaka og afvopnun. Rödd Íslands á að nota til að tala fyrir mannhelgi og virðingu fyrir mannslífum.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram