Lýðræðismál

Stefna Sósíalistaflokks Íslands er ...

Að jöfnuður sé hornsteinn lýðræðis.

01

Að réttlátt kosningakerfi verði tryggt með jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu.

02

Að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu ávallt virtar.

03

Að ný stjórnarskrá taki gildi hið fyrsta.

04

Að lýðræðismál séu hluti af grunnmenntun.

05

Að aðgengi almennings að áreiðanlegum og réttum upplýsingum verði tryggt.

06

Að lýðræðisvæða verkalýðsfélög og lífeyrissjóði.

07

Að rekstrargrundvöllur öflugra félaga í þágu almannahagsmuna, svo sem samtökum neytenda af hvaða tagi sem er, verði tryggður.

08

Að náttúruauðlindir verði ávallt í eigu þjóðarinnar.

09

Að lýðræðisvæða vinnustaði og stjórn fyrirtækja.

10

Ítarefni

Þar sem jöfnuður er lykillinn að lýðræðislegu samfélagi skal ríkið tryggja borgurum sínum viðunandi lífsskilyrði, kjör, menntun og heilbrigðisþjónustu. Þannig ber einnig að tryggja jöfn atkvæði í alþingiskosningum óháð búsetu.

Þjóðaratkvæðagreiðslur ber að nýta í mikilvægum málum er varða almannaheill og skal Alþingi virða þær eins og krafist er í nýrri stjórnarskrá. Ný stjórnarskrá skal taka gildi strax samkvæmt því ferli sem hófst með kosningu til stjórnlagaráðs árið 2010, sem lagði fram drög sem kosið var um og samþykkt með 66.9% greiddra atkvæða. Þá ber í framhaldinu að virða stjórnarskrána en jafnframt að umgangast hana sem lifandi samfélagssáttmála, sem getur tekið breytingu með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Til að auka lýðræðislega þátttöku og skilning fólks á mikilvægi þess, þarf skólakerfið að veita nemendum strax í grunnskóla fræðslu og þjálfun í verki við lýðræðislega stjórnarhætti og vinnubrögð.

Ríkisútvarpið gegni lykilhlutverki í því að tryggja það að upplýsingar séu sem áreiðanlegastar og öllum landsmönnum aðgengilegar. Rannsóknarblaðamennska verði efld og njóti lagaverndar.

Mikilvægt er að lýðræðisvæða verkalýðsfélög og lífeyrissjóði svo sérhagsmunir stýri ekki fjármagnssteymi og framkvæmdum. Efla þarf þessi félög svo þau vinni í þágu launþeganna og standi vörð um þeirra hagsmuni. Embættisseta verði takmörkuð (t.d. að hámarki 8 ár) og félagsmenn kjósi sér forystu með beinum hætti. Slembival verði einnig notað í auknum mæli innan slíkra félaga en slembival er áhrifaríkt vopn gegn spillingu og gefur almenningi tækifæri til að hafa bein áhrif.

Með því að tryggja rekstrargrundvöll félaga sem vinna að almannahagsmunum svo sem félag neytenda, félag leigjenda, öryrkjabandalags og fleiri aðila, má efla jöfnuð og lýðræði og stuðla að samfélagi sem styður við almannahagsmuni fremur en sérhagsmuni. Það er gríðarlegt hagsmunamál að almenningur eigi sér talsmenn á sem flestum sviðum sem viðkemur lífi og lýðheilsu.

Arður af auðlindum renni til sameiginlegra sjóða allra landsmanna. Réttur komandi kynslóða til auðlindanna verði tryggður.

Stefna samþykkt 21.01.2018

Önnur stefnumál

Taktu þátt

Byltingin verður ekki án þín! Skráðu þig í flokkinn og taktu þátt í baráttunni.

Skráning

Deila share

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram