Sameiginlegir sjóðir

Stefna Sósíalistaflokks Íslands er ...

Að sameina hin sundurleitu kerfi bóta og lífeyris í eitt almennt tryggingakerfi svo tryggja megi öllum mannsæmandi líf.

01

Að einfalda tryggingakerfið.

02

Að námsstyrkir komi í stað lána.

03

Að skattrannsóknir og opinbert eftirlit á fjármálakerfinu verði eflt og beint í auknum mæli að fjársterkum aðilum og stórfyrirtækjum.

04

Að skattkerfið verði nýtt sem jöfnunartæki.

05

Að stutt verði betur við barnafjölskyldur með hærri barnabótum.

06

Að gjöld fyrir opinbera grunnþjónustu verði afnumin.

07

Að arðurinn af auðlindum verði þjóðnýttur.

08

Ítarefni

Sameiginlegir sjóðir og arður af sameiginlegum auðlindum eiga að stuðla að félagslegu réttlæti og öryggi fyrir alla, með mannhelgi að leiðarljósi svo veita megi öllum gott líf í réttlátu samfélagi.

Lífeyrisgreiðslur, sem skyldugreiðslur launþega má einnig kalla dulda skattheimtu á launafólk. Lífeyrissjóðakerfið og almannatryggingakerfið lúta ekki sömu lögmálum og mismuna fólki verulega þegar kemur að tryggingum. Kerfin eru sundurleit og ógagnsæ og erfiðust fyrir þá sem þurfa mest á þeim að halda. Í stað áhættufjárfestinga og gríðarlegra launagreiðslna æðstu stjórnenda, sem í dag sitja á fjármagni lífeyrissjóðanna, mætti með sameiningu þessara kerfa nýta það fjármagn í þágu velferðar.  

Skattkerfið eins og það er í dag er hannað í þágu hinna efnameiri með lögleiddum skattsvikum stórfyrirtækja eða skattaundanskotum og líður almenningur og samneyslan fyrir. Vald og auður hafa safnast á hendur fárra aðila og auðlindarenta hefur verið einkavædd.  Barnafjölskyldur sjá litlar sem engar barnabætur lengur nema vera langt undir fátæktarmörkum.  Gróðasjónarmið ráða fjárfestingu, frekar en manngildi og sköpun góðs samfélags. Þennan vaxandi ójöfnuð þarf að rjúfa með réttlátu skattkerfi og eflingu opinberra eftirlitskerfa um skattrannsóknir og fjármagn.

Gjöld eru innheimt fyrir heilbrigðisþjónustu, menntun, bankaþjónustu og samgöngur og gjöldin eru þau sömu óháð tekjum. Með eðlilegum auðlindagjöldum og sameiningu lífeyrissjóða við ríkissjóð á þjóðfélagið að geta staðið undir allri grunnþjónustu án sérstakra gjalda á almenning.

Stefna samþykkt 21.01.2018

Önnur stefnumál

Taktu þátt

Byltingin verður ekki án þín! Skráðu þig í flokkinn og taktu þátt í baráttunni.

Skráning

Deila share

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram