Sósíalistaþing 2018; stefna, skipulag, stjórnir og næstu átök

Tilkynning Frétt

Sósíalistaþing fór fram í gær, laugardaginn 20. janúar 2018 í Rúgbrauðsgeðinni Borgartúni 6. Sósíalistaþing er aðalfundur Sósíalistaflokks Íslands.
 
Sósíalistaþingið nú markar lok stofnunar flokksins, en efnt var til stofnunar hans 1. maí síðastliðinn, fyrir tæpum níu mánuðum. Á þinginu voru samþykkt ný lög og nýtt skipulagsfundur.
 
 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. ræddi við félaga í flokknum um stöðu verkalýðshreyfingarinnar og tók þátt í umræðum um hvað launafólk getur gert til að endurreisa verkalýðshreyfinguna sem baráttutæki almennings. Á eftir þeim umræðum var samþykkt ályktun þingsins um verkalýðsmál.
 
Sjá hér:
Á þinginu voru kynntar niðurstöður málefnavinnu slembivaldra hópa félaga í fjórum málaflokkum; húsnæðis- og heilbrigðismálum, lýðræðismálu og málefnum sameiginlegra sjóða. Kynnt var málefni næstu fjögurra málefnahópa; menntamál, jafnrétti, auðlindir og umhverfi og verkalýðsmál. Stefnuáherslur fyrstu fjögurra hópanna voru samþykkt á þinginu.
 
 
Á þinginu ræddu félagar um mögulegt framboð Sósíalistaflokksins til framboðs til sveitastjórna, erindi flokksins og mikilvægi þess að sósíalískar áherslur yrðu hafðar uppi á sveitarstjiornarstiginu. Ákveðið var að halda þeirri umræðu áfram.
 
Á Sósíalistaþinginu voru 39 félagar kosnir í þrjár sjálfstæðar stjórnir sem vinna í umboði Sósíalistaþings.
 
Í lok þingsins var því frestað til 1. maí en þá mun Sósíalistaþing aftur koma saman og halda áfram uppbyggingu Sósíalistaflokks Íslands.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram