Burt með láglaunastefnu

Ritstjórn Áætlanir

Láglaunastefna verði lögð af í rekstri sveitarfélaga. Allri útvistun verði hætt og starfsfólk vinni beint fyrir sveitarfélagið. Útvistanir leiða eingöngu til lægri launa, verra starfsumhverfis og verri þjónustu við íbúana.

  • Útvistun verði hætt í sveitarfélögum og í fyrirtækjum í eigu þeirra.
  • Allt starfsfólk sveitarfélaga skal vinna beint hjá því en ekki hjá starfsmannaleigum eða undirverktökum né búa á annan hátt við skert réttindi.
  • Kjör og starfsaðstæður skólastarfsfólks verði bætt fyrir börnin, ungmennin og starfsfólkið sjálft.
  • Tryggt verði að kjör og starfsaðstæður þeirra sem starfi við umönnun séu góð.
  • Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verði hækkuð svo að hún dugi til að lifa mannsæmandi lífi. Fjárhæðin verði hækkuð þannig að fólk óháð búsetuformi og sambúðarformi fái mannsæmandi tekjur.

Kosningaáætlanir

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram