Börn eiga ekki að borga

Ritstjórn Áætlanir

Börn hafa engar tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Sveitarfélögin eiga að vera hönnuð út frá þörfum barna. Vernda þarf börn sérstaklega fyrir fátækt og tryggja að þau fái allan þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Mikilvægt er að nægt fjármagn sé tryggt til menntastofnana svo að öll börn fái þann stuðning og aðstoð sem þau þurfa á að halda innan veggja skólans. Sá stuðningur verði veittur óháð því hvort börn séu á biðlista eftir greiningu eða ekki.

  • Menntun á öllum skólastigum verði gjaldfrjáls. Boðið verði upp á ókeypis skólamáltíðir.
  • Íþrótta- og frístundaiðkun skal vera gjaldfrjáls fyrir börn og unglinga.
  • Talmeinafræðingar og sérfræðingar sem sinna þjónustu við börn skulu starfa innan veggja skólans.
  • Tryggja þarf að skólarnir og umliggjandi svæði séu hannaðir út frá mismunandi  þörfum barnanna.
  • Börnum með erlendum uppruna verði tryggð íslenskukennsla og móðurmálskennsla.

Kosningaáætlanir

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram