Borgin á að byggja

Ritstjórn Áætlanir

Húsnæði er mannréttindi sem við eigum öll rétt á. Húsnæði fólks á ekki að vera leikvöllur braskara og eðlilegt að stór hluti uppbyggingar þess sé óhagnaðardrifinn. Biðlistar eftir húsnæði hjá hinu opinbera eða félagasamtökum eiga ekki að vera veruleiki. Lágtekjufólk á leigumarkaði er nú flest klemmt á milli lágra tekna og okurleigu. Til að vernda þetta fólk þar til uppbygging félagslegs húsnæðis hefur lækkað leiguverð varanlega þarf að hækka húsnæðisstuðning svo að enginn greiði meira en fjórðung tekna sinna í húsnæðiskostnað.

Ódýrt og öruggt húsnæði er forsenda allrar velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Grunnforsenda þess að hér verði byggt upp öflugt velferðarkerfi, sem er forsenda þess að fátækt verði upprætt, er stórátak í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Sósíalistar leggja til húsnæðisbyltingu þar sem 30 þúsund félagslegar íbúðir verði byggðar um allt land á næstu tíu árum.

Ríki og sveitarfélög þurfa að starfa saman að þessari uppbyggingu sem er lagt til að verði gert með eftirfarandi hætti:

  • Húsnæðissjóður almennings verður stofnaður sem mun afla 70% nauðsynlegs fjármagns með útgáfu skuldabréfa sem seld verða lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum. Tryggingar skuldabréfanna eru öruggar, íbúðarhúsnæði í öruggri langtímaleigu, og munu því bera sambærilega vexti og ríkisskuldabréf.
  • Um 13% kostnaðarins munu sveitarfélög og ríki leggja til í formi lóða og 17% kemur sem lán frá ríkissjóði á lægstu vöxtum, lán sem greiðist til baka á endingartíma íbúðanna. Fjármagnskostnaður verður því eins lítill og mögulegt er í dag.
  • Húsnæðissjóður almennings mun síðan leigja húsnæði til Leigufélaga almennings, sem geta verið ýmiss konar: Leigufélög sveitarfélaga, námsmannafélaga, félaga öryrkja, aldraðra, einstæðra foreldra eða hvers kyns almannasamtaka.

Kosningaáætlanir

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram