Grunnþjónusta á að vera gjaldfrjáls

Ritstjórn Áætlanir

Almenningur á kröfu á að geta sótt grunnþjónustu til samfélagsins. Öll höfum við rétt á heilbrigðisþjónustu, bæði líkamlegri- og andlegri,  fæðuöryggi, menntun og öruggu húsaskjóli. Sósíalistar hafna því að líf og heilsa fólks lúti lögmálum markaðsins. Grunnstoðir samfélagsins eiga ekki að vera markaðsvara þar sem krafan er á arðbærni. Þessar grunnstoðir skulu félagsvæddar þannig að við getum öll lifað frjáls frá heilsuspillandi aðstæðum, fjárhagskvíða og afkomuótta.

  • Öll þjónusta á vegum sveitarfélaga sem lýtur að heilsu og velferð fólks skal vera gjaldfrjáls og rekin af opinberum aðilum eða af óhagnaðardrifinum félagslegum samtökum ef það á við.
  • Almenningssamgöngur eins og þjónusta strætó, borgarlína,  akstursþjónusta fatlaðs fólks og akstursþjónusta aldraðra verði gjaldfrjáls. Vegatollar verði ekki innheimtir á þjóðvegum.
  • Allt vegakerfið á að vera gjaldfrjálst, kostað af ríkisvaldinu og öllum landsmönnum tryggð frjáls för um það. Vegakerfið okkar hefur verið almannagæði að nánast öllu leyti en nú standa fyrir dyrum ákvarðanir núverandi stjórnvalda um róttæka kerfisbreytingu í anda nýfrjálshyggjunnar þar sem búast má við að allar stórframkvæmdir verði einkavæddar og vegatollar settir á. Við höfnum þeirri leið alfarið og berjumst gegn henni af öllu afli.
  • Aðgangur að opinberum söfnum verði gjaldfrjáls. Bókasöfn, menningarstofnanir og almenningsgarðar verði efld sem opin rými þar sem allir mega koma saman óháð efnahagslegri stöðu.
  • Opinberar stofnanir innheimti ekki gjöld fyrir þjónustu sína og aðgengi að gjaldfrjálsri lögfræðiaðstoð verði aukið fyrir þau sem þurfa að leita réttar síns gagnvart hinu opinbera og öðrum stofnunum og fyrirtækjum.

Kosningaáætlanir

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram