Sósíalískir feministar styða kvennaverkfall
Sósíalistaflokkur Íslands styður kvennaverkfallið þriðjudaginn 24. október af heilum hug og hvetur konur og kvár til að leggja fram skýrar kröfur og snúa ekki aftur til vinnu fyrr en gengið hefur verið að þeim. Við lifum tíma þar sem alþýða manna er knúin til að taka upp harðari baráttu ef hún vill ekki myljast undir kapítalismanum. Valkostirnir eru aðeins tveir, að berjast gegn kapítalismanum eða gefast upp.
Í formála Feminisma fyrir 99 prósentin – Manifestó segir:
„Við getum þakkað nýfrjálshyggjunni fyrir þennan skort á valmöguleikum: þessi einstaklega árásargjarna, fjármálavædda gerð af kapítalismanum sem haft hefur tangarhald síðustu fjörutíu ár. Eftir að hafa eitrað andrúmsloftið, hæðst að öllum lýðræðistilraunum, ýtt öllu félagslegu út á bjargbrúnina, og stórskaðað lífsskilyrði langflestra, þá hefur þetta form kapítalismans gert það sem er undir í öllum félagslegum hreyfingum töluvert meira og alvarlegra – í raun umbreytt hógværri viðleitni í harða baráttu upp á líf og dauða. Undir slíkum kringumstæðum er tíminn til að sitja á hliðarlínunni liðinn, og femínistar verða einfaldlega að taka afstöðu: munum við halda áfram að leitast eftir „jöfnum tækifærum til kúgunar“ á meðan jörðin brennur? Eða munum við frekar endurhugsa réttlæti kynjanna á andkapítalískan hátt – sem leiðir okkur út úr núverandi krísu til nýs samfélags.“
Sósíalískir feministar, sem starfa inn Sósílaistaflokksins, hafa listað upp kröfur feminista á þessu síð-nýfrjálshyggjutímum svo:
Sósíalískir femínistar eru fólk sem hafnar kapítalísku samfélagsskipulagi og stjórnarfari og krefst mannúðlegra kerfis byggðu á hugmyndafræði sósíalisma þar sem mannréttindi, mannhelgi, jafnrétti og systkinalag er haft að leiðarljósi.
Kapítalisminn eða auðvaldsskipulagið sem við búum við í dag þar sem arðurinn af eignum og atvinnutækjum, fasteignum og fjármagni, jafnvel auðlindum okkar rennur til fárra útvalinna með vaxandi ójöfnuði á öllum vígstöðvum er óásættanlegur.
Við neitum að láta jaðarsetja okkur á grundvelli kyns, kynhneigðar, kyntjáningar, kynvitundar, húðlitar, getu, líkamlegs eða andlegs atgervis, holdafars, tungumálakunnáttu, menntunar, ríkisfangs, trúar, uppruna, menningar eða annarra eiginleika sem skapa okkur sérstöðu innan mannlegs samfélags og við neitum að láta etja okkur saman. Við viljum frelsi til að fagna þessum einkennum án þess að þau séu nýtt sem ástæða til að skerða mannréttindi okkar eða almenn lífsgæði.
- Við krefjumst þess að allt fólk búi við efnahagslegt öryggi og réttlæti.
- Við krefjumst afnáms láglaunastefnunnar og að verðmætamat á störfum samfélagsins sé endurmetið þannig að hefðbundin kvennastörf og ósýnileg vinna skili sér í viðunandi lífsviðurværi til jafns við önnur störf.
- Við krefjumst þess að allt fólk búi við húsnæðisöryggi.
- Við krefjumst þess að engin manneskja þurfi að búa við skort á heilsusamlegum mat eða drykkjarvatni.
- Við krefjumst þess að allt fólk búi við frið og jafnrétti og að engin manneskja þurfi að þola ofbeldi eða ofsóknir.
- Við krefjumst þess að allt fólk hafi raunverulegt aðgengi að öflugri velferðarþjónustu þar sem úrlausnir miðast að þörfum þess.
- Við krefjumst þess að allt fólk geti búið við líkamlegt og andlegt heilbrigði og hafi raunverulegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
- Við krefjumst þess að allt fólk hafi raunverulegt aðgengi að menntun og að öll mismunun til náms sé afnumin á öllum námsstigum.
- Við krefjumst þess að raddir jaðarsettra hópa samfélagsins heyrist og að á þær sé hlustað.
- Við krefjumst þess að allt fólk eigi þess kost að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og hljóti viðeigandi aðstoð til að gera þá þátttöku mögulega.
- Við krefjumst þess að sjálfsákvörðunarréttur fólks yfir eigin líkama sé virtur, fólk hafi óskorðaðan rétt til þungunarrofs, stjórn á frjósemi sinni og fullt vald yfir eigin kynfrelsi.
- Við krefjumst þess að engin manneskja neyðist til þess að selja aðgang að líkama sínum til þess að komast af og að engin manneskja geti nýtt sér neyð annarrar sér til framdráttar.
- Við krefjumst þess að réttur barna sé raunverulega virtur óháð stöðu foreldra þeirra og fjölskyldugerð.
- Við krefjumst þess að baráttan gegn mansali og þrælkun sé tekin alvarlega og að fórnarlömb slíkra glæpa njóti sérstakrar verndar og fái viðunandi aðstoð hér á landi.
- Við krefjumst þess að Ísland taki upp sósíalískt stjórnarfar og hætti þátttöku sinni í kapítalískum stofnunum og hernaði.
- Við krefjumst þess að unnið sé markvisst að náttúruvernd og gegn þeirri eyðileggingu og loftslagshamförum sem kapítalismi og nýfrjálshyggja hafa í för með sér.
- Við krefjumst þess að þjóðir vinni saman að úrlausnum í friðar- og loftslagsmálum og að mismunun á grundvelli ríkisfangs verði afnumin.
- Við krefjumst þess að fólki sé ekki refsað eða mismunað fyrir að passa ekki í fyrirfram ákveðna ramma kerfisins og samfélagsins. Það skiptir máli að ólíkar sjálfsmyndir allra fái notið sín, svo sem sjálfsmyndir transkvenna sem og alls trans- og kynsegin fólks. Þá sé fólki ekki refsað fyrir að vilja ekki eignast börn eða lifa í hefðbundnu parasambandi eða velja að vera einhleypt með eða án barna.
- Við krefjumst þess að fæðingarorlof verði skilgreint sem réttur barnsins en ekki tengt við áunnin réttindi foreldra á vinnumarkaði. Upphæð skal miðast við viðunandi framfærslu fjölskyldunnar og tryggja það að barn þurfi ekki að hefja líf sitt í fátækt.
- Við krefjumst þess að allri upplýsingaskyldu sé sinnt sem skyldi til dæmis í formi þýðinga og í auðlesnu máli fyrir þá sem það þurfi svo enginn verði af réttindum sínum af óþörfu.
- Við krefjumst brauðs OG rósa fyrir allt fólk!
Samið og samþykkt á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórnar Sósíalistaflokksins
Sósíalískir femínistar – Stefnuyfirlýsing
Sósíalískir femínistar eru fólk sem hafnar kapítalísku samfélagsskipulagi og stjórnarfari og krefst mannúðlegra kerfis byggðu á hugmyndafræði sósíalisma þar sem mannréttindi, mannhelgi, jafnrétti og systkinalag er haft að leiðarljósi.
Kapítalisminn eða auðvaldsskipulagið sem við búum við í dag þar sem arðurinn af eignum og atvinnutækjum, fasteignum og fjármagni, jafnvel auðlindum okkar rennur til fárra útvalinna með vaxandi ójöfnuði á öllum vígstöðvum er óásættanlegur.
Við neitum að láta jaðarsetja okkur á grundvelli kyns, kynhneigðar, kyntjáningar, kynvitundar, húðlitar, getu, líkamlegs eða andlegs atgerfis, holdarfars, tungumálakunnáttu, menntunar, ríkisfangs, trúar, uppruna, menningar eða annarra eiginleika sem skapa okkur sérstöðu innan mannlegs samfélags og við neitum að láta etja okkur saman. Við viljum frelsi til að fagna þessum einkennum án þess að þau séu nýtt sem ástæða til að skerða mannréttindi okkar eða almenn lífsgæði.
- Við krefjumst þess að allt fólk búi við efnahagslegt öryggi og réttlæti.
- Við krefjumst afnáms láglaunastefnunnar og að verðmætamat á störfum samfélagsins sé endurmetið þannig að hefðbundin kvennastörf og ósýnileg vinna skili sér í viðunandi lífsviðurværi til jafns við önnur störf.
- Við krefjumst þess að allt fólk búi við húsnæðisöryggi.
- Við krefjumst þess að engin manneskja þurfi að búa við skort á heilsusamlegum mat eða drykkjarvatni.
- Við krefjumst þess að allt fólk búi við frið og jafnrétti og að engin manneskja þurfi að þola ofbeldi eða ofsóknir.
- Við krefjumst þess að allt fólk hafi raunverulegt aðgengi að öflugri velferðarþjónustu þar sem úrlausnir miðast að þörfum þess.
- Við krefjumst þess að allt fólk geti búið við líkamlegt og andlegt heilbrigði og hafi raunverulegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
- Við krefjumst þess að allt fólk hafi raunverulegt aðgengi að menntun og að öll mismunun til náms sé afnumin á öllum námsstigum.
- Við krefjumst þess að raddir jaðarsettra hópa samfélagsins heyrist og að á þær sé hlustað.
- Við krefjumst þess að allt fólk eigi þess kost að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og hljóti viðeigandi aðstoð til að gera þá þátttöku mögulega.
- Við krefjumst þess að sjálfsákvörðunarréttur fólks yfir eigin líkama sé virtur, fólk hafi óskorðaðan rétt til þungunarrofs, stjórn á frjósemi sinni og fullt vald yfir eigin kynfrelsi.
- Við krefjumst þess að engin manneskja neyðist til þess að selja aðgang að líkama sínum til þess að komast af og að engin manneskja geti nýtt sér neyð annarrar sér til framdráttar.
- Við krefjumst þess að réttur barna sé raunverulega virtur óháð stöðu foreldra þeirra og fjölskyldugerð.
- Við krefjumst þess að baráttan gegn mansali og þrælkun sé tekin alvarlega og að fórnarlömb slíkra glæpa njóti sérstakrar verndar og fái viðunandi aðstoð hér á landi.
- Við krefjumst þess að Ísland taki upp sósíalískt stjórnarfar og hætti þátttöku sinni í kapítalískum stofnunum og hernaði.
- Við krefjumst þess að unnið sé markvisst að náttúruvernd og gegn þeirri eyðileggingu og loftslagshamförum sem kapítalismi og nýfrjálshyggja hafa í för með sér.
- Við krefjumst þess að þjóðir vinni saman að úrlausnum í friðar- og loftslagsmálum og að mismunun á grundvelli ríkisfangs verði afnumin.
- Við krefjumst þess að fólki sé ekki refsað eða mismunað fyrir að passa ekki í fyrirfram ákveðna ramma kerfisins og samfélagsins. Það skiptir máli að ólíkar sjálfsmyndir allra fái notið sín, svo sem sjálfsmyndir transkvenna sem og alls trans- og kynsegin fólks. Þá sé fólki ekki refsað fyrir að vilja ekki eignast börn eða lifa í hefðbundnu parasambandi eða velja að vera einhleypt með eða án barna.
- Við krefjumst þess að fæðingarorlof verði skilgreint sem réttur barnsins en ekki tengt við áunnin réttindi foreldra á vinnumarkaði. Upphæð skal miðast við viðunandi framfærslu fjölskyldunnar og tryggja það að barn þurfi ekki að hefja líf sitt í fátækt.
- Við krefjumst þess að allri upplýsingaskyldu sé sinnt sem skyldi til dæmis í formi þýðinga og í auðlesnu máli fyrir þá sem það þurfi svo enginn verði af réttindum sínum af óþörfu.
- Við krefjumst brauðs OG rósa fyrir allt fólk!
Við viljum samfélag byggt á samvinnu og höfnum því að vera skipuð í það hlutverk að vera í samkeppni hvert við annað um brauðmolana af borði auðvaldsins. Systkini okkar í baráttunni er fólk um allan heim sem á það sameiginlegt að búa við efnahagslegt og félagslegt óréttlæti; fólk sem tilheyrir lægri stéttum þess samfélags sem það býr í, fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum, fólk sem er útskúfað og/eða sætir ofsóknum, fólk sem má þola kerfisbundið óréttlæti, fólk sem býr við fötlun, fátækt og skort á nauðsynjum, fólk sem ber skarðan hlut frá borði misskiptra gæða. Öreigar allra landa sem vilja sameinast um viðunandi lífsgæði fyrir allt fólk á jörðinni.
Konur börðust fyrir því að umönnunarstörf yrðu færð út af heimilunum svo þær hefðu val um að mennta sig og gætu notið sambærilegra tækifæra og sjálfstæðis á við karla. Þær sáu ekki fyrir þann halla og ójöfnuð sem myndaðist milli faglærðra og ófaglærðra annars vegar og hins vegar hvernig ákveðnar starfsstéttir misstu verðgildi sitt við það að verða svokallaðar „kvennastéttir”. Þá hafi ein fyrirvinna dugað heimilum hér áður fyrr en í samkeppnissamfélagi okkar daga er slíkt útilokað ásamt því vali foreldra að annar aðilinn vinni heima við að sinna börnum og heimili. Þannig má segja að áherslan innan kvennabaráttunnar hafi fylgt nýfrjálshyggjunni og einstaklingshyggjunni með þeim afleiðingum að heilu kvennastéttirnar voru skildar eftir illa launaðar og útkeyrðar á vígvellinum. Þannig hafa fátækar konur aðeins orðið enn fátækari og nám kvenna er jafnvel að missa verðgildi sitt. Umönnunarstörfin, sem rótgróin hefð er fyrir að sinnt sé af fátækum konum í lægri stéttum, njóta takmarkaðrar virðingar og hafa orðið fyrir barðinu á láglaunastefnu sem oftast er leidd af hinu opinbera. Þessi störf hreinlega bera uppi samfélagið og finnst okkur tími til kominn að þau séu virt og viðurkennd og að fólkið sem sinnir þeim megi lifa af þeim til að framfleyta fjölskyldum sínum. Sú vanvirðing sem þessum störfum er sýnd er arfleifð megnrar kvenfyrirlitningar kapítalísks hagkerfis og bitnar nú á hverjum þeim sem inna þau af hendi.
Stofnanir samfélagsins og öll þjónusta við fólk er til lítils ef það er ekki aðgengilegt fólkinu í landinu. Efnahagsleg misskipting veldur útilokun og jaðarsetningu og hindrar aðgengi fólks að hvers kyns þjónustu sem það þarf á að halda. Öll gjaldtaka í heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfinu getur bókstaflega kostað fólk lífið og er því óásættanleg. Sósíalískir femínistar krefjast því gjaldfrjálsrar þjónustu í öllum kerfum.
Börn eru viðkvæmasti hópur samfélagsins en jafnframt hinn mikilvægasti. Ásamt því að vera okkar siðferðilega skylda er það einnig hagur okkar til framtíðar að búa vel að börnum og tryggja velferð þeirra í hvívetna. Til að skapa börnum sem besta framtíð er mikilvægt að taka menntakerfið til gagngerrar endurskoðunar. Við þurfum lausnamiðað nám þar sem börn fá að blómstra á eigin forsendum í samvinnu við hvert annað. Menntun og námsefni þarf að endurspegla það samfélag sem við viljum búa í og búa börn undir lífið framundan ekki síður en til frekara náms. Skólinn þarf einnig að vera raunverulega stéttlaus og án aðgreiningar, þar sem þjónusta við börn er aðgengileg og á þeirra forsendum en ekki forsendum atvinnulífsins. Börnum þarf að tryggja rödd í samfélaginu og að á þau sé hlustað. Einnig er það óboðlegt að þau búi við fátækt og valdaleysi, ofbeldi eða vanrækslu. Því þarf að tryggja að barnafjölskyldur búi við viðunandi fjárhagsaðstæður.Velferðar-, heilbrigðis-, umönnunar- og skólakerfið okkar verður að veita almennilega vernd gegn kynferðisofbeldi og hvers kyns vanrækslu barna.
Við viljum lifa í sátt við náttúruna og lífríki jarðarinnar, enda er slík sátt og virðing fyrir umhverfi okkar lykillinn að lífvænlegri framtíð komandi kynslóða. Kapítalismi og nýfrjálshyggja eru sökudólgar þeirra umhverfisógna sem við búum við í dag en framleiðsluaðferðir kapítalismans bera ábyrgð á þeirri hamfarahlýnun sem nú á sér stað. Við mótmælum því að ábyrgðin á níðingsskap gagnvart náttúrunni sé skellt á einstaklinga á meðan stórfyrirtæki fría sig ábyrgð. Hnattvæðing kapítalismans hefur flutt framleiðslu sína á svæði þar sem laun eru lág, níðst er á fólki, sérstaklega konum og börnum, verkalýðsfélög bönnuð, reglugerðir um starfsöryggi og umhverfisvernd eru veikar og heilu þjóðarbrotin misnotuð og hlunnfarin. Umhverfisvernd og vistvænir lifnaðarhættir eru því órjúfanlegur hluti baráttu okkar.
Friður er lykillinn að því að allt fólk búi við mannréttindi og er hvers kyns hernaðarbrölt beinlínis brot á þeim. Stríð valda hörmungum fyrir saklaust fólk og bitnar oft á konum og börnum á meðan ávinningur er einungis í þágu þeirra sem fóðra ofbeldið og blóði drifna vasa auðvaldsins. Hernaður veldur því að fólk neyðist til að yfirgefa heimkynni sín og er einn stærsti sökudólgurinn í hinum svokallaða „flóttamannavanda” ásamt eyðileggingu náttúrunnar og yfirtöku auðvaldsins á náttúruauðlindum. Þátttaka okkar í hernaðarbandalögum og alheimskapítalisma gerir okkur samsek. Ef auðvaldið og herir þess virða ekki landamæri er ekki hægt að ætlast til að fátækt fólk lúti takmörkum þeirra. Við erum öll ábyrg fyrir því að bjóða fólk velkomið sem þarf að yfirgefa heimkynni sín til að tryggja eigið öryggi og framtíð fyrir fjölskyldur sínar.
Sósíalískir femínistar hafna öllum tilburðum nýfrjálshyggjunnar til að eigna sér kvennabaráttuna undir formerkjum einstaklingshyggju. Þó leyfum við okkur að fagna sigrum einstaklinga úr minnihlutahópum sem hljóta brautargengi innan kapítalismans. Þeir sigrar tengjast stéttabaráttunni óhjákvæmilega eins og við skilgreinum hana með tilliti til allra sinna innri þátta svo sem kyns, kynhneigðar, kyntjáningar, kynvitundar, húðlitar, getu, líkamlegs eða andlegs atgerfis, menntunar, trúar, uppruna, og fleira sem áður hefur verið upp talið. Þeir sigrar hafa þó haft takmarkaða þýðingu fyrir þær kerfisbreytingar sem við sækjumst eftir því sigur á forsendum kapítalismans, sem í eðli sínu er kúgandi kerfi, er ekki fullnaðarsigur í okkar augum heldur einungis hvatning til að halda áfram baráttu okkar fyrir endalokum hans. Jafnrétti verður ekki náð innan kapítalísks skipulags og allar málamiðlanir eru ófullnægjandi.
Valdastrúktúr sem ýtir undir ofbeldi gegn konum hefur í gegnum árin orðið beinlínis að stríði gegn þeim. Alltof stórt hlutfall kvenna hefur upplifað ofbeldi og jafnvel fallið í því stríði. Ákveðnir samfélagshópar búa einnig við raunverulega ógn, verða fyrir ofbeldi, hótunum og hatursorðræðu og fá síður réttláta meðferð í samfélaginu innan löggæslu og réttarkerfa heimsins. Innan okkar raða, og með samstöðu, rúmast mannréttinda- og stéttabarátta allra þessara hópa. Það er til að mynda transfólk, kynsegin og hinsegin fólk, fólk af erlendum uppruna, hörundsdökkt fólk, fatlað fólk, múslimar, fólk í fátækt og fleiri jaðarsettir hópar. Sú ógn er ólíðandi í öllum þeim myndum sem hún birtist og er það skýlaus krafa okkar að allt fólk hafi rétt á að lifa í frelsi frá ofbeldi. Þá skal enginn sæta ofsóknum eða hatursorðræðu, rasisma eða kvenfyrirlitningu af nokkru tagi. Engin manneskja á að þurfa að búa við ofbeldi á eigin heimili og er húsnæðisöryggi ásamt félagslegu og fjárhagslegu sjálfstæði lykillinn að því. Engin manneskja á að þurfa að sætta sig við að vera annarri manneskju háð um lífsnauðsynjar eða umönnun. Sósíalískir femínistar fordæma einnig ofbeldi af hálfu ríkis og stofnana gagnvart fólki sem þarf á hjálp að halda.
Stéttabaráttan þarf að ná yfir margþætta mismunun og vera háð á breiðum grundvelli þar sem ólíkir hópar fólks taka höndum saman. Sósíalískur femínismi er barátta í þágu allra hópa samfélagsins sem hafa orðið undirskipaðir í þjóðskipulagi kapítalismans þar sem hinn sterki og freki hefur yfirhöndina. Samfélag sem hampar hinum sterka en smánar hinn veika getur aldrei orðið gott samfélag. Allt fólk er mikilvægt og á að hafa rými, rödd og tilgang í samfélaginu.
Sósíalískir femínistar standa með trans konum
Undanfarin ár hefur hópum og einstaklingum sem hafa það að markmiði að niðurlægja hinsegin fólk um allan heim vaxið ásmegin. Hatur og fáfræði þessa fólks hefur í vaxandi mæli beinst að trans konum. Þessar hatursraddir reyna hvað þær geta að ná fótfestu bæði innan og utan Evrópu. Í flestum tilfellum er ofbeldið réttlætt með rakalausum trúarþvættingi. Fordómafemínistar eða TERFS, hafa markvisst útilokað trans konur frá femínískri baráttu á grundvelli fáfræði og hugmyndafræði sem sótt er í öfgahægrið, trúarvingl og til úreltra hugmynda femínistans Germaine Greer.
Einnig hafa hópar sem kenna sig við skammstöfunina LGB-teymið (Lesbíur, Hommar og Tvíkynhneigðir, eins og þau kalla sig á Íslandi), staðið fyrir fáheyrðu ofbeldi og niðurlægingarherferðum á hendur trans konum erlendis. Í þessum hópi virðist trans fóbískt gagnkynhneigt cis fólk ráða ferð. Þegar litið er til Íslands er það sama uppá teningnum og áróður þessara afla gegn trans konum virðist eiga greiða leið að fjölda fólks og blandast oft saman við kynþáttafordóma, kvenhatur, hinseginfóbíu, rasisma, fötlunar- og fitufordóma svo dæmi séu tekin.
Hatur og fordómar gegn hinsegin fólki hefur alltaf verið til staðar á Íslandi en segja má að ný bylgja hafi farið af stað hérlendis með fordómafullum hávaða Gillzeneggers og hefur síðan skotið upp kollinum í ýmsum myndum það sem af er þessari öld. Eftir því sem trans konur og mannréttindabarátta þeirra hefur orðið sýnilegri hefur hatursorðræða í þeirra garð vaxið hraðar en illgresi í blómagarði.
Skemmst er að minnast fordómahrinu Miðflokksins á Klausturbar þar sem fólkið opinberaði þekkingarleysi sitt og fordóma, tilraun SDG til að koma í veg fyrir að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði lagt fyrir Alþingi og upphafning hans á fordómum J.K. Rowling í garð transkvenna. Í nýlegu viðtali við Þröst Jónsson, oddvita Miðflokksins á Austurlandi, í Kjarnanum talaði hann fjálglega um að karlar í flokknum færu bara í “kynskiptaaðgerð” til að jafna kynjahalla í framboði flokksins. Allt ber þetta að sama brunni fáfræði, trans skömmunar og aulafyndni á kostnað minnihlutahóps sem á undir högg að sækja.
Nú hefur rapparinn Erpur Eyvindarson opinberað sig sem TERF með vídeóþætti sem hann dreifði í kringum hinsegin daga í ágúst s.l. og kallast Flórgoðinn. Í þessum þætti sparar Erpur trans konum ekki fordómana og upphafningu á fáfræði þar sem hann innritar sig í orðræðuhefð fordómagengisins þannig að ekki er hægt annað en að bregðast við.
Í þessu myndbandi hikar hann ekki við að nota orðið „kynskiptingur“ um trans konur en það orð hefur afar niðrandi merkingu í heimi trans fólks. Hafði hann í frammi klúra og ógeðslega tilburði þar sem hann þóttist vera að snerta á sér ímynduð brjóst með vísun í einhverja „kynskiptinga“ vini sína og hélt á meðan uppi dólgslegu og niðrandi tali um trans konur. Hann bætir svo um betur með að karlkenna þær ofan á allt hitt.
Það er sama hvort hatursorðræðan kemur frá lærðum sálfræðingi, skemmtikröftum, stjórnmálafólki, nettröllum eða LGB-teyminu sem nú rembist eins og rjúpan við staurinn að niðurlægja trans konur, intersex- og kynsegin fólk. Þessum fordómum þarf að mæta og kveða niður.
Barátta trans kvenna er mannréttindabarátta og við sem tilheyrum jaðarsettum hópum í samfélaginu vitum þetta betur en margur sem sí-endurtekur setninguna „Það er ekkert stríð nema stéttastríð!“. Samt er yfirlýsingin notuð gegn okkur, til að gaslýsa upplifanir okkar af jaðarsetningu og þagga niður í okkur þegar við bendum á og köllum fólk til ábyrgðar fyrir orð sín og gjörðir.
Fólk í jaðarsettum hópum leitar gjarnan í hópa þar sem upplifanir þess af jaðarsetningu fá hljómgrunn. Þar er fólk sem skilur að samfélagið er gegnsýrt af fordómum og fáfræði. Í þessum fjölbreyttu hópum er hægt að berjast gegn kúgun, og gagnrýna hatursorðræðuna hverju sinni og fá stuðning til að berjast gegn fordómum. Innan þessara hópa er fólk sem glímir við fátækt. Fólk sem er í stéttarbaráttu, jafnvel innan sinna hagsmunahópa, þar sem fólk í efnahagslegri og félagslegri forréttindastöðu stýrir jafnvel allri orðræðu og tekur lítið tillit til þeirra sem hafa ekki sömu forréttindi.
Þess vegna er það ófrávíkjanleg krafa að stéttarbaráttan sé rými allra þessara hópa til að taka þátt. Trans konur og allt hinsegin fólk eru systkini okkar í stéttarbaráttunni og öll orðræða sem niðurlægir þau og jaðarsetur verður fordæmd.
-Sósíalískir femínistar mótmæla kúgun og smættun trans kvenna!
Ynda Eldborg
Margrét Pétursdóttir
Laufey Líndal Ólafsdóttir
Elísabet Einarsdóttir
Rán Reynisdóttir
María Pétursdóttir
Arna Þórdís Árnadóttir
Ásbjörn Kristinsson
Andri Örn Erlingsson
Birna Eik Benediktsdóttir
Katrín Baldursdóttir
Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Armando Garcia Teixeira
Ingibjörg Ingvarsdóttir
Erna Hlín
Ormur Guðjóns
Tóta Guðjóns
Gabríel Skarphéðinsson
Maggi Ómars
Kristbjörg Eva Andersen Ramos
Hrútur Teits
María Gunnlaugsdóttir
Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir Âû
Elín Eddudóttir
Elsa Björk Harðardóttir
Sigurlaug Lára
Daníel Örn Arnarson
Ása Lind Finnbogadóttir
Mía Alexa
Þóra Kristín Þórsdóttir
Fjóla Heiðdal
Sigurlaug Lára
Steinunn Lilja Heiðarsdóttir
David Husby
Eydís Rán
Breytingar á skipulagi Sósíalistaflokksins: Meiri valddreifing
Sósíalistaþing 2021 samþykkti breytingum á Skipulagi flokksins, sem myndar grunn að starfsemi Sósíalistaflokksins ásamt Lögum flokksins. Breytingar snúa að því að auka enn valddreifingu í flokknum, skýra hlutverk einstaka nefnda og stjórna, byggja upp samráðsvettvang milli stjórnar og takmarka stjórnarsetu til að tryggja endurnýjun innan þessara kjarna flokksins.
Skipulagið byggir á að þeirri grunnhugsun að grasrótin gefi aldrei frá sér vald til stefnumótunar, röðunar á framboðslista og annarra veigamikilla þátta. Sú vinna er unnin af almennum félögum á Sósíalistaþingi og í slembivöldum hópum milli þinga. Þetta á við um málefnahópa, samvisku og kjörnefnd. Auk þessara hópa starfa innan flokksins fimm stjórnir sem hver um sig sinnir sínum verkefnum og sækja allar sjálfstætt umboð til grasrótarinnar á Sósíalistaþingi. Engin stjórn er yfir aðra sett. Síðan er stefnt að því að byggja upp sellur í hverfum, bæjum, sveitum og öðrum byggðum þar sem félagar tengdir ólíkum stjórnum, hópum og nefndum flokksins hittast og tengjast þar með allri starfsemi flokksins í sinni heimabyggð. Sósíalistaflokkurinn er þannig fjölkjarna grasrótarhreyfing sem fámenn forystusveit getur ekki beygt undir sig.
Helstu breytingar:
Helstu breytingarnar á skipulaginu eru þessar:
- Málefnanefndir kallast ráðuneyti og mynda sérstaka stjórn, Stjórnarráð, og verða því að sjálfstæðri einingu innan flokksins.
- Bráttuhópar sem starfað hafa innan flokksins (Ungir sósíalistar, Verkalýðsráð, Innflytjendaráð, Öryrkjaráð, Sósíalískir femínistar og Meistaradeildin) mynda sjálfstæða stjórn, sem hefur það hlutverk að styrkja baráttuhópana og fjölga sambærilegum hópum. Þetta starf verður að sjálfstæðri einingu innan flokksins og sækir umboð sitt til hóanna sjálfra og Sósíalistaþings.
- Hlutverk framkvæmdastjórnar er skýrt í Lögum flokksins en það er jafnframt skilgreint í Skipulaginu svo hægt sé að átta sig á uppbyggingu flokksins með því að lesa Skipulagið eitt.
- Sett eru inn þrjár samstarfsnefndir stjórna; Umsjónarnefnd Sósíalistaþings, Laga- og gagnanefnd, Fjárhagsráð og Kjörstjórn.
- Kjörstjórn var áður skipuð af slembivalinni Kjörnefnd en er hér færð undir kjörnar stjórnir flokksins.
- Setutími félaga í einstökum stjórnum er takmarkaður og kjörgengi félaga skýrt.
Hér er nýsamþykkt Skipulag með ofangreindum breytingum:
SKIPULAG
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar sér að vera öflug fjöldahreyfing almennings og taka virkan þátt í baráttu hans fyrir frelsi, jöfnuði, jafnrétti og mannhelgi á öllum sviðum samfélagsins. Tilgangur eftirfarandi Skipulags er að stuðla að lýðræði, gagnsæi og valddreifingu í starfi flokksins enda verði það þannig bæði öflugt og verðugt markmiðum hans. Engin stjórnmálahreyfing er ónæm fyrir vandamálum á borð við klíkumyndun, leyndarhyggju og samþjöppun valds og er Skipulaginu jafnframt ætlað að setja þeim hömlur.
Ávallt skal hafa jafnrétti að leiðarljósi í störfum flokksins, hvort sem er í starfi stjórna eða við framkvæmd slembivals, en slembivaldir hópar skulu skipaðir kynjum jafnt. Skipulagið hefur stöðu flokkslaga.
Sósíalistaþing
Sósíalistaþing markar pólitíska stefnu Sósíalistaflokks Íslands út frá tillögum Málefnahópa og þiggja aðrar stofnanir flokksins umboð sitt frá því varðandi mótun og framkvæmd stefnu. Meirihluti greiddra atkvæða á Sósíalistaþingi ræður úrslitum mála, en atkvæðisrétt hafa viðstaddir félagsmenn.
Sósíalistaþing skal haldið minnst árlega og er um leið vettvangur árlegs Aðalfundar, eins og honum er lýst í Lögum. Sósíalistaþing getur tekið ákvörðun um að fresta framhaldi aðalfundarstarfa fram að tiltekinni dagsetningu á starfsárinu eins oft og þurfa þykir.
Sósíalistaþingi er heimilt að efna til opinnar dagskrár, bjóða ræðumönnum utan flokksins að taka til máls og nýta önnur tækifæri til að gera Sósíalistaþing að opinberum viðburði sem veki athygli á starfsemi Sósíalistaflokksins.
Að jafnaði skal Framkvæmdastjórn annast framkvæmd Sósíalistaþings (boðun, kynningu, útvegun húsnæðis, uppsetningu dagskrár o.s.frv.) en Málefnastjórn, Stjórnaráð, Félagastjórn, Baráttustjórn og Samvisku er einnig heimilt að boða til Sósíalistaþings af sjálfsdáðum þyki tilefni til og skal þá Framkvæmdastjórn vera þeim til liðsinnis.
Svo sem tilgreint er í lögum getur Sósíalistaþing boðað til Aukaaðalfundar, og gilda þá reglur Aðalfundar um hann.
Framkvæmdastjórn
Framkvæmdastjórn heldur utan um lög, skipulag og uppbyggingu flokksins og sér um öll málefni flokksins sem ekki er tekið fram í lögum, skipulagi eða samþykktum Sósíalistaþing að sé hlutverk annarra stjórna eða hópa innan flokksins. Framkvæmdastjórn heldur utan um slembival Kjörnefndar og Samvisku og styður við starf þessara hópa. Framkvæmdastjórn hefur eftirlit með uppbyggingu starfs innan flokksins og grípur inn í ef stjórnir verða óstarfhæfar og hefur eftirlit með að starf þeirra séu samkvæmt lögum flokksins, skipulagi og samþykktum Sósíalistaþings.
Framkvæmdastjórn heldur utan um starf samstarfshópa á borð við Umsjónarnefnd Sósíalistaþings, þar sem formenn og ritarar allra stjórna eiga sæti; Laga- og gagnanefnd þar sem ritarar allra stjórna sitja; og Fjárhagsráðs sem allir gjaldkerar skipa auk fólks sem sér um fjáraflanir.
Málefnahópar og Málefnastjórn
Til að styðja við stefnumótun flokksins starfar Málefnastjórn, en hún annast framkvæmd stefnumótunarvinnu á milli Sósíalistaþinga og í umboði þess. Málefnastjórn skipar slembivalda hópa félagsmanna („Málefnahópa“) sem vinna stefnudrög í einstökum málaflokkum. Málefnastjórn skal styðja við vinnu Málefnahópa með ráðum og dáð og leitast við að tryggja góð vinnubrögð og vandaða útkomu úr starfi þeirra.
Kosning Málefnastjórnar fer fram á Sósíalistaþingi. Skal hún skipuð 9 aðalmönnum og 4 til vara. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum, og skal skipa formann, varaformann og ritara. Formaður boðar til funda. Framkvæmdastjórn skal vera Málefnastjórn til aðstoðar eftir því sem þörf krefur en hlutast ekki til um starf hennar umfram það sem samþykkt er á Sósíalistaþingi.
Ráðuneyti og Stjórnarráð
Þegar málefnastefna hefur verið samþykkt skal mynda sjö manna stjórn ráðuneytis um hvert málefni fyrir sig. Stjórn ráðuneytanna samanstanda af þremur fulltrúum úr slembivöldum málefnahópum og fjórum fulltrúum sem valdir eru á Sósíalistaþingi eða félagsfundum.
Hlutverk ráðuneytanna er halda uppi umræðu um viðkomandi málefni innan flokksins, standa fyrir fundum um málefnið, kynna málefnastefnuna út á við, laða fólk til þátttöku og starfs og undirbúa endurskoðun viðkomandi málefnastefnu af nýjum slembivöldum málefnahóp með því að viða að flokknum reynslu og þekkingu sem snertir viðkomandi málefni.
Stjórn hvers ráðuneytis skal velja sér formann, ritara og talsmann, ef þurfa þykir. Formaður hvers ráðuneytis, kallaður ráðuneytisstjóri, starfar með yfirstjórn ráðuneytanna, kallað Stjórnarráð, að því að byggja upp ráðuneytin og flytja á milli þeirra góða reynslu. Stjórnarráðið starfar í umboði framkvæmdastjórnar þar til ráðuneytin eru orðin í það minnsta tíu og reynsla komin á starf þeirra. Eftir það er Stjórnarráðið og ráðuneytin sjálfstæð eining innan flokksins sem heyra undir Sósíalistaþing.
Sellur og Félagastjórn
Sósíalistaflokkur Íslands leitast við að halda sem öflugustum tengslum við félagsmenn sína og styðja þá í reglulegri virkni og ábyrgðarstörfum innan flokksins. Til að anna þessu hlutverki skipar Sósíalistaþing Félagastjórn.
Félagastjórn starfrækir „Sellur“ sem félagsmenn á tilteknu búsetusvæði tilheyra sjálfkrafa. Félagastjórn virkjar, styður og mótar starf Sellanna eftir þörfum. Sellurnar efla tengsl flokksins við félagsmenn og nærsamfélög þeirra og skulu leitast við að halda reglulega fundi og bjóða þar nýja félagsmenn sérstaklega velkomna. Sellur skulu einnig leita leiða til að afla nýrra félagsmanna.
Heimilt er að varpa spurningum sem varða ákvarðanir flokksins til Sellanna.
Framkvæmdastjórn skal veita Félagastjórn aðgang að félagaskrá og upplýsa hana reglulega um skráningu nýrra félagsmanna.
Félagastjórn er kjörin á Sósíalistaþingi og skal skipuð 9 aðalmönnum og 4 til vara. Hún skiptir sjálf með sér verkum en skal hafa innanborðs formann, varaformann og ritara. Sósíalistaþing getur tekið ákvörðun um að úthluta fé til Félagastjórnar til að standa straum af kostnaði á borð við leigu fundarhúsnæðis og kaffiveitingar. Skal þá Félagastjórn skipa sér gjaldkera, sem stendur skil á fjárhagsuppgjöri til gjaldkera Framkvæmdastjórnar.
Baráttuhópar og baráttustjórn
Félögum í Sósíalistaflokknum er heimilt að stofna sjálfstæða baráttuhópa á borð við Unga sósíalista, Sósíalíska femínista, Meistaradeild, Verkalýðsráð, Innflytjendaráð og Öryrkjaráð. Þessir hópar eru sjálfstæðir og starfa eftir eigin stefnuyfirlýsingum, geta ályktað í eigin nafni en ekki í nafni flokksins sjálfs.
Öllum er heimilt að stofna baráttuhópa en sækja þarf um heimild til framkvæmdastjórnar um stofnun þeirra. Hver hópur þarf að skipa fimm manna stjórn hið minnsta og skulu félagar í Sósíalistaflokknum sitja í stjórninni. Hana skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi eða meðstjórnendur og skulu þessi hlutverk tengjast inn í baráttustjórn flokksins (formaður, varaformaður), fjárhagsráð flokksins (gjaldkeri) og laganefnd flokksins (ritari).
Baráttustjórn flokksins er tengiliður baráttuhópanna við Sósíalistaþing og aðrar stjórnir flokksins og styður baráttuhópanna í starfi sínu og uppbyggingu. Í Baráttustjórn sitja formenn og varaformenn allra baráttuhópa sem hafa fengið heimild til starfa og kjósa stjórnarmenn sér formann, varaformann og ritara. Baráttustjórnin er sjálfstæð og heyrir ekki undir aðrar stjórnir flokksins en ber ábyrgð gagnvart grasótinni á Sósíalistaþingi.
Samviska
Sósíalistaþing skal skipa slembivalda nefnd félagsmanna, Samvisku, sem hefur það hlutverk með höndum að efla umræðu og vitund um réttindi og skyldur félagsmanna, vandaða starfshætti, góð samskipti, virðingu fyrir persónum og jafnrétti milli einstaklinga í starfi flokksins auk þess að skera úr um ágreiningsmál sem þar geta komið upp og falla utan verksviðs Framkvæmdastjórnar. Slík mál geta t.d. varðað meint afglöp stjórnarmanna í embætti eða meinta ósæmilega framkomu félagsmanns við aðra félagsmenn eða á opinberum vettvangi. Erindi til Samvisku skal senda á póstfangið: samviska@sosialistaflokkurinn.is
Samvisku er heimilt að eiga frumkvæði að samtali við félagsmenn um störf hennar, tilgang og viðmið og getur lagt fram drög að Siðareglum til samþykkis á Sósíalistaþingi. Að öðrum kosti skal Samviska hafa Lög, Skipulag og aðrar skriflegar samþykktir flokksins til viðmiðunar í ákvörðunum sínum en skal jafnframt hafa sanngirni, meðalhóf og skynsemi að leiðarljósi. Ákvarðanir hennar skulu studdar málefnalegum sjónarmiðum.
Samvisku er heimilt að sækja álit hjá sérfróðum einstaklingum og leita fyrirmynda annars staðar frá um hvernig best megi ná markmiðum hennar og tryggja farsælar úrlausnir ágreiningsmála.
Samviska getur, eftir atvikum, beitt eftirfarandi úrræðum:
Gagnvart meðlimum Framkvæmdastjórnar, Málefnastjórnar, Málefnahópa, Félagastjórnar og Kjörnefndar: Veitt skriflega áminningu, vikið úr embætti, og/eða vikið úr flokknum.
Gagnvart félagsmönnum: Veitt skriflega áminningu og/eða vikið úr flokknum.
Að jafnaði skal félagsmönnum ekki vikið úr flokknum nema að veittri a.m.k. einni áminningu.
Í Samvisku skal velja 30 nefndarmenn og teljast fundir hennar löglegir að viðstöddum 10 þeirra.
Framboð, kjörnir fulltrúar, Kjörnefnd og Kjörstjórn
Ákvörðun um framboð Sósíalistaflokksins til þings eða sveitarstjórna skal tekin af Sósíalistaþingi eða með skýru umboði þess. Skal þá taka til starfa Kjörnefnd skipuð slembivöldum félagsmönnum sem annast skipun framboðslista og í kjölfarið samskipti flokksins við kjörna fulltrúa. Í Kjörnefnd skulu skipaðir 30 nefndarmenn. Teljast fundir löglegir séu 10 þeirra viðstaddir.
Kjörnefnd skal samþykkja nánari útfærslu á vinnubrögðum sínum við skipun lista og samskipti við frambjóðendur. Við slembival í kjörnefnd fyrir Alþingiskosningar skal gæta þess að í nefndinni sitji fulltrúar úr öllum kjördæmum.
Kjörstjórn flokksins skipa fulltrúar úr öllum stjórnum hans; Framkvæmdastjórn, málefnastjórn, félagastjórn og baráttustjórn og stjórnaráði þegar þær stjórnir hafa tekið til starfa. Kjörstjórn vinnur með kjörnefnd og kynnir fyrir henni tilhögun kosningabaráttunnar.
Kjörgengi til stjórnarsetu
Félagsmaður getur á hverjum tíma aðeins setið í einni kjörinni stjórn (Framkvæmdastjórn, Félagastjórn, Baráttustjórn, Stjórnarráði eða Málefnastjórn). Seta félagsmanns í kjörinni stjórn útilokar hann ekki frá setu í slembivalinni stjórn (til að mynda Samvisku, Kjörnefnd eða Málefnahópum). Né heldur útilokar seta í einni slembivalinni nefnd setu í annarri slembivalinni nefnd. Þó skal nefndarmaður í Samvisku segja sig frá umfjöllun um ágreiningsmál sem hann er sjálfur aðili að, og skal Samviskan ákveða hvort nauðsynlegt sé að viðkomandi víki alfarið úr nefndinni.
Hver félagsmaður skal ekki sitja sem aðalmaður og varamaður lengur en tólf ár í hverri stjórn og ekki gegna formennsku í hverri nefnd lengur en átta ár. Félagsmaður sem er ekki kjörgengur í eina stjórn af þessum sökum er áfram kjörgengur í aðrar nefndir.
Sex hópar innan Sósíalistaflokksins með fasta fundi
Síðan um miðjan vetur hafa verið haldnir fundir í sex baráttuhópum sósíalista á miðvikudagskvöldum í Hlutverkasetrinu Borgartúni 1, 2. hæð og síðan í kórónafaraldrinum einnig á zoom.
Sósíalískir femínistar hittast á aðra hvora viku næst 1.. júlí næstkomandi. Markmiðið er styrkja femínismann innan hinnar sósíalísku baráttu og styrkja sósíalismann innan hinnar femínsku baráttu.
Stéttabaráttan – verkalýðsráð sósíalista munu einnig hittast næst 1. júlí næstkomandi. Markmið hópsins er að stuðla að endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, byggja upp verkalýðsbaráttu með aukinni virkni og þátttöku almennra félaga og standa fyrir umræðu um framtíð verkalýðsbaráttunnar innan Sósíalistaflokksins, verkalýðshreyfingarinnar og í samfélaginu öllu.
Ungir sósíalistar munu sömuleiðis halda næsta fund 1. júlí næstkomandi. Markmiðið er að byggja upp hreyfingu ungra sósíalista, sem hafa mun mótandi áhrif á Sósíalistaflokk Íslands og samfélagið allt. Allir sósíalistar þrjátíu ára og yngri geta tekið þátt í starfi Ungra sósíalista.
Meistaradeildin, hópur sósíalista 55 ára og eldri, hittist annað hvert miðvikudagskvöld, 24. júní næstkomandi. Markmiðið er að styrkja hagsmunabaráttu bæði eftirlaunafólks og fólks á seinna hluta starfsferilsins. Meistaradeildin starfa innan Sósíalistaflokks Íslands en fundir hópsins eru opnir öllum sem vilja leggja baráttunni lið.
Öryrkjaráð sósíalista mun hittast næsta 24. júní. Markmiðið ráðsins er að styrkja hagsmunabaráttu öryrkja, gæta hagsmuna þeirra innan Sósíalistaflokksins og auðga réttlætisbaráttu öryrkja í samfélaginu.
Innflytjendaráð sósíalista mun einnig hittast næst 24. júní næstkomandi og síðan annan hvern miðvikudag þaðan í frá. Markmið ráðsins er að styrkja hagsmunabaráttu innflytjenda, yfirfara stefnu og aðgerðir Sósíalistaflokksins út frá sjónarhóli innflytjenda, gæta hagsmuna þeirra innan flokksins og auðga réttlætisbaráttu innflytjenda í samfélaginu.
Veldu þá hópa sem þú vilt helst starfa innan. Mundu, að þú ert byltingin, þú getur breytt samfélaginu með því að taka þátt í skipulögðu starfi, hagsmuna- og réttlætisbaráttu. Allir fundirnir byrja kl. 20:00. Nánari upplýsingar má finna í viðburðum fundanna sem finna má á síðu flokksins á Facebook: https://www.facebook.com/sosialistaflokkurinn
Lófaklapp hækkar ekki launin!
Enn erum við í þeirri stöðu að kvennastétt berst fyrir sanngjörnum launum.
Það má spyrja hvað felst í sanngjörnum launum. Á að miða við menntun? Vinnuálag? Ábyrgð? Skorti á fólki í tiltekna stétt? Hjúkrunarfræðingar uppfylla svo sannarlega öll þessi atriði án þess að viðsemjendur þeirra virði þau. Það má jafnvel spyrja hvort skortur á starfandi hjúkrunarfræðingum verði ekki leiðréttur með eðlilegum launasamningum.
Við höfum aldeilis fengið að finna fyrir því á þessu misseri hversu mikilvæg stétt hjúkrunarfræðinga er samfélagi okkar. Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslum og spítölum eru yfirlýstar hetjur; það er klappað fyrir þeim og jafnvel kveikt á kertum fyrir þá. Hins vegar er ekki hægt að borga þeim laun í samræmi við það.
Nei, rétt eins og flugfreyjur/liðar hlýtur stéttin að vera uppbyggð af tilætlunarsömum frekjum, konum, sem átta sig ekki á því hvernig landið liggur, hvar valdið liggur. Það eru ekki til peningar til að borga meira, ekki til hjúkrunarfræðinga. Þið eruð bara hetjurnar okkar, ekki forstjórar!
Ef þú velur þér starf eins og hjúkrun áttu að gera þér grein fyrir því að þú færð aldrei mannsæmandi laun, þú færð aldrei sanngjörn laun. Þú valdir þér þetta! Fólk sem velur að fara í hjúkrunarfræði gerir það af hugsjón, rétt eins og þeir sem velja að læra kennarann eða sjúkraliðann. Fólk vill hafa áhrif í sínu samfélagi til góðs. En að það fái borgað í samræmi við það er talin alger firra.
Það er lágmark að hjúkrunarfræðingar, sem og aðrar stéttir geti gengið með stolti til sinnar vinnu, borið höfuðið hátt og haft mat á borðinu heima hjá sér. Þá á hrein dagvinna að duga fyrir mannsæmandi launum. Það að vinna á kvöldin, næturnar og/eða um helgar á að vera val sem launað er aukalega, ekki nauðsyn. Hætt er við því að starfsfólk sem neyðist til þess brenni fljótt út.
Nú á að fjölga plássum í hjúkrunarfræði í bæði HA og HÍ sem er vel en það skýtur skökku við að í miðri kjarabaráttu stéttarinnar á að leggja stórfé í það að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga, en það er ekki hægt að hnika neinu til þegar kemur að því að halda þeim sem eru nú þegar til staðar ánægðum í sínu starfi?
Hjúkrunarfræðingar hafa fengið nóg, og við sem samfélag ættum að vera löngu búin að fá nóg. Ítrekað sjáum við sömu baráttuna hundsaða af valdhöfum með sömu aumkunarverðu afsökununum. Við krefjumst þess að hjúkrunarfræðingum séu greidd mannsæmandi og réttlát laun fyrir alla þá ábyrgð sem hvílir á þeim. Við,undirrituð, erum sósíalískir femínistar og lýsum yfir fullum stuðningi við baráttu hjúkrunarfræðinga.
Það eru til peningar fyrir hjúkrunarfræðinga!
Alda Lóa Leifsdóttir
Andri Sigurðsson
Arna Þórdís Árnadóttir
Arndís Jónasdóttir
Ása Kolbrún
Ása Lind Finnbogadóttir
Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir
Bogi Reynisson
Candice Michelle Goddard
Davíð Husby
Elísabet Einarsdóttir
Elísabet Ýr Atladóttir
Elva Dögg Blumenstein
Erna Hlín
Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir Âû
Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Katrín Baldursdóttir
Laufey Ólafsdóttir
Margrét Rósa Sigurðardóttir
María Pétursdóttir
Ragna Björg Björnsdóttir
Sigurlaug Lára Ingimundardóttir
Stefnir Benediktsson
Unnur Rán Reynisdóttir
Valkyrja Helga Stefáns Guðrúnardóttir
Ynda Eldborg
.
Fuglabúrið mátað
Enn á ný stendur íslenskt stéttarfélag í kjarabaráttu. Sýnilegastar hafa verið kvennastéttir sem hafa strögglað við að fá endurnýjaða kjarasamninga í ár og á síðasta ári. Efling lauk nýverið kjarasamningi við sveitarfélög eftir langa baráttu. Vegferðin hefur verið að vera án samnings, svo að þurfa að ganga plankann í samtalinu við samfélagið og því næst baráttan við óbilgjarna vinnuveitendur. Hjúkrunarfræðingar eru enn að vinna að sinni baráttu og nú er komið að flugfreyjum og flugþjónum. Enn ein kvennastéttin sem vinnur erfiða en lítils metna vinnu. Og eins og upptalið er, þarf stéttin að leggja í sömu þrautagöngu og þær fyrrnefndu.
Starfsaðstæður flugfreyja/flugþjóna eru ekki á pari við aðrar starfsgreinar innan flugsins og ekki hægt að líkja við margar starfsgreinar utan fluggeirans heldur.
Sett eru skilyrði sem eru á mörkum þess boðlega eins og um aldurstakmörk, útlit, framkomu og fatnað.
Það er auðséð af viðbrögðum þeirra karla sem stjórna Icelandair að þeir telja fall félagsins og niðurlægingu vera á hendi starfsfólks, sérstaklega flugfreyja sem hafa frá upphafi verið fórnfúst framlínufólk. En nú eru þær orðnar að frekjum með yfirgang og stæla. -Það er í rauninni ágætt að sú sýn þeirra komi fram því það gefur stéttinni tækifæri til að sýna hrokafullum forstjóra að hann og strákarnir séu þar einungis að spegla sjálfa sig.
Yfir stéttina rignir hrútskýringum og talað er við þær á yfirlætislegan hátt eins og þær séu kjánar sem viti ekki hvernig heimurinn virkar.
Svo langt fóru yfirmenn félagsins í að lítilsvirða starfsfólk sitt að þeir gengu freklega fram hjá þeim vinnureglum sem gilda í kjaraviðræðum og varð til þess að ASÍ sá sig knúið til að rita bréf þar sem eftirfarandi kom fram: „Við treystum því að bæði ríkissáttasemjari og Samtök atvinnulífsins leggi að sínu fólki að virða reglur,“.
Á meðan stjórnendur og aðrir koma fram með klisjukennda tillögu um að lægstlaunaða fólkið skuli taka mestan skellinn hafa þó komið fram lausnamiðaðar tillögur í átt að því að aðstoða eina flugfélag landsins. Ein er sú að stofnað yrði dótturfélag en önnur gæti verið að ríkið taki alfarið að sér félagið. Flugfélagið yrði því ríkiseign sem ekki er óalgengt í nágrannalöndum okkar.
Forystu flugfélagsins væri nær að vinna að samfélagslegum lausnum frekar en að kafna í eigin hroka.
Við krefjumst þess að samninganefnd Icelandair horfist í augu við að félagið er ekkert án þessa starfsfólks. Fólk þetta hefur borið hag fyrirtækisins fyrir brjósti og verið stolt af sínum vinnustað. Með samningatillögum þeim sem komið hafa fram frá Icelandair er verið að fórna þessu og við viljum velta því upp hvort það sé í alvöru þess virði.
Við hvetjum samninganefnd og félaga Flugfreyjufélagsins að standa þétt saman og gefast ekki upp. Að þið klæðist Valshamnum sem Freyja klæddist í goðafræðinni og vinnið þessa baráttu með samstöðunni.
Við, Sósíalískir femínistar, stöndum með ykkur í kjarabaráttunni. Áfram Freyjur.
F.h. sósíalískra femínista
Margrét Pétursdóttir, Ynda Eldborg, Arna Þórdís Árnadóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir, Laufey Ólafsdóttir, Katrín Baldursdóttir og Candice Michelle Goddard
Sósíalistaþing 2019 19. maí
Sósíalistaþing 2019 verður haldið í Bíó Paradís við Hverfisgötu sunnudaginn 19. maí. Þingið stendur frá því kl. 9:00 um morguninn og fram til kl. 16:00 í eftirmiðdaginn með eðlilegum hléum.
Dagskrá sósíalistaþings:
Húsið opnar kl. 9:00 með kaffi og léttum morgunverði. Hádegishlé kl. 12:00 með saðningu. Kaffihlé kl. 15:00
Salur 1:
9:30: Setning sósíalistaþings og fyrri hluti aðalfundar Sósíalistaflokksins
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla Framkvæmdastjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
10:30: Stéttabaráttan – málstofa um verkalýðsmál
13:00: Sósíalismi er mannúð – málstofa
14:00 Sósíalismi sem umhverfisstefna – málstofa
15:30: Lokafundur og seinni hluti aðalfundar Sósíalistaflokksins
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds.
6. Kosning í stjórnir flokksins og nefndir
7. Önnur mál.
Salur 2:
10:00: Menntamál – málefnastefna, kynning og umræður
11:00: Velferðarmál – málefnastefna, kynning og umræður
13:00: Borgarmál – málstofa með borgarfulltrúum
14:00: Atvinnu- og vinnumarkaðsmál – málefnastefna, kynning og umræður
Salur 3:
10:00: Meistaradeildin, sósíalistar 55+ ára
11:00: Ungi sósíalistar
13:00: Sósíalísk námsmannahreyfing
14:00: Sósíalískir femínistar
Efra anddyri, sófar
11:00: Fundur kjörnefndar
14:00: Fundur Samvisku
Í anddyri verður sósíalistakaffi opið á meðan á þinginu stendur
Seturétt á þinginu hafa allir félagar í Sósíalistaflokknum.
Viðburðurinn á Facebook: Sósíalistaþing 2019
Stórkostlegt samfélag
Erindi Sósíalistaflokksins í kosningum til alþingis 25. september 2021: Lokatilboð til kjósenda lagt fram á Sósíalistaþingi 19. september
STÓRKOSTLEGT SAMFÉLAG
Við Íslendingar erum heppið fólk. Við búum fá í stóru landi sem er ríkt af auðlindum. Við erum rík þjóð og getum mótað okkur örugga og bjarta framtíð.
Okkur stendur til boða að láta heita drauma alþýðufólks um alla heim rætast, að byggja upp réttlátt og gott samfélag byggt á samkennd, mannvirðingu og jöfnuði. Þetta er í raun draumur alþýðufólks um allar aldir; að losna undan ofríki og kúgun og byggja upp samfélag sem er öllum gott, en ekki aðeins þeim fáu sem hafa völdin og auðinn.
Í raun er þetta sögulegt hlutverk okkar. Við höfum einstakt tækifæri til að láta þessa drauma rætast. Auðvitað munum við gera þetta fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar, en það er ekkert að því að líta svo á að við séum á sama tíma að láta drauma fyrri kynslóða rætast. Hugmyndir okkar um jöfnuð og réttlæti hafa hlaðist upp í gegnum aldirnar og eru niðurstaða miklu stærri hóps en er saman kominn hér á landi.
En í hverju liggur einstakt tækifæri okkar sem búum á Íslandi í dag.
Nú er staður og stund
Fyrir það fyrsta er Ísland auðugt land af endurnýtanlegum auðlindum. Með réttlátri og skynsamlegri nýtingu þeirra eigum við að geta byggt hér upp réttlátt, sterkt og öflugt samfélag.
Í annan stað er auðvelt fyrir okkur að taka völdin af auðvaldinu. Íslenskt auðvald getur ekki hótað því að taka auð sinn og atvinnutæki og flytja burt og skilja alþýðuna eftir slippa og snauða. Íslenskt auðvald hefur auðgast af því að ná undir sig auðlindum almennings; fisknum í sjónum, orkunni í fallvötnum og iðrum jarðar og náttúrufegurð landsins. Auðvaldið getur ekki tekið þetta með sér. Við eigum sameiginlega allar uppsprettur auðs á Íslandi. Almenningur á þetta allt, auðvaldið á ekkert.
Í þriðja lagi lifum við nú augnablik sögunnar þegar blekkingarvefur nýfrjálshyggjunnar fellur. Það trúir því ekki nokkur maður lengur að hin ríku skapi auðinn sem er forsenda hagsældar. Hrunið 2008 og svo enn frekar efnahagslegar afleiðingar kórónafaraldursins hafa afhjúpað endanlega að það eru fyrst og fremst sameiginlegir sjóðir og afl ríkisvalds og seðlabanka sem getur reist við samfélög og byggt þau upp. Ein stærsta blekking nýfrjálshyggjuáranna var að hefta almannavaldið inn í stífum takmörkunum ríkisfjármálastefnu, halda aftur af getu almannavaldsins til að byggja upp innviði og öflug grunnkerfi undir öflugt og réttlátt samfélag.
Við höfum aflið
Um allan heim hafa þessi höft fallið og í ljós komið að margföldunaráhrif opinberar fjárfestingar eru miklu meiri en áður var talið og skaðinn af sveltistefnu nýfrjálshyggjunnar að sama skapi skaðlegri en fólk gerði sér grein fyrir. Stjórnvöld um allan heim eru að endurskoða stefnu sínu, leita að farvegi fyrir þetta mikla afl ríkisvaldsins, finna leiðir til að virkja það.
Ef við viljum sækja orðfærið til viðskiptalífsins þá hefur fjárfestingageta ríkisvaldsins, framkvæmdaarms almannavaldsins og lýðræðisvettvangsins, verið vanmetið stórlega. Í raun höfum við tækifæri til að mæta ógnum vegna loftslagsbreytinga og byggt á sama tíma upp réttlátt og öruggt samfélag byggt á framtíðarsýn sem tryggir jöfnuð í samfélaginu og jafnvægi í náttúrunni.
Við getum horft til sögunnar til að skilja þessa orku. Hvaðan haldið þið að aflið til að lyfta upp efnahagskerfi Suður-Kóreu eða Japns hafi komið, Bandaríkjanna eftir kreppu eða Evrópu eftir stríð, hvað lyfti Íslandi frá því að vera fátækasta land Evrópu í að verða það ríkasta? Það var einbeittur vilji til að byggja upp atvinnulíf, innviði og velferðarkerfi sem var sameiginlegt verkefni alls samfélagsins, viðfang lýðræðisvettvangsins. Þetta var ekki gert með því að sleppa bröskurunum lausum, með því að loka augunum fyrir spillingu þeirra og stjórnlausri auðsöfnun í von um að eitthvað gott myndi fylgja, að eitthvað af auð þeirra myndi falla niður til almúgans.
Auðvaldið hugsar sér gott til glóðarinnar
En það eru ekki bara við Sósíalistar sem höfum áttað okkur á þessu ógnarafli. Það hefur komið í ljós í kosningabaráttunni að auðvaldið veit vel af þessu. Í gegnum kórónasamdráttinn hafa auðvaldsflokkarnir notað afl ríkisvaldsins og yfirráð sín yfir Seðlabankanum til að ausa fé í fjármagns- og stórfyrirtækjaeigendur, blásið hér upp fráleita eignabólu. Og auðvaldið hefur sett fram kröfur um enn meiri fjárframlög til sín á næstu árum, enn meiri skattalækkanir og að öll grunnkerfi samfélagsins verði enn frekar sveigð að þörfum þess svo það geti dregið sér enn meira fé upp úr samfélaginu. Auðvaldið kallar þessa áætlun land tækifæranna, sér fyrir sér að geta sölsað undir sig gríðarlega fjármuni úr almannasjóðum á næstu árum vegna alþjóðlegrar viðurkenningar á auknu afli ríkissjóða.
Það er hlutverk Sósíalistaflokksins að stöðva þessar fyrirætlanir. Og í raun snúast komandi kosningar um hvort þetta afl verður notað til að auðga enn frekar hin fáu eða hvort aflið verður notað til að bjarga samfélaginu og náttúrunni og til að byggja hér upp sterkt og öflugt samfélag þar sem allt fólk er velkomið, þar sem hlustað er á allt fólk, þar sem allt fólk sést og þar sem allt fólk býr við frelsi til að njóta sín, lifa og blómstra.
Valið er á milli samfélags frjáls fólks eða verbúðar Samherja.
Kærleikurinn er grunnurinn
Þetta er erindi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Grunnur var lagður með Kærleikshagkerfinu. Þar var tónninn gefinn, eina réttlætingin fyrir formlegur samfélagi á millum okkar er að lyfta fólki upp úr fátækt, styðja hin veiku, styrkja hin föllnu og rétt hlut hinna kúguðu.
Ofan á þessum grunni kynntum við nýtt skattkerfi, um að skattleggja hin ríku, stöðva skattaundanskot, færa arðinn af auðlindum til almennings, styrkja tekjugrunn sveitarfélaga og lækka skatta á almenning og smáfyrirtæki. Einnig kynntum við nýja sósíalíska byggðastefnuog nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem færði arðinn af auðlindum frá auðhringjum til almennings.
Og við héldum áfram að byggja á grunni kærleikans: Lögðum til húsnæðisbyltinguþar sem byggðar væru 30 þúsund íbúðir á tíu árum, að grunnþjónusta yrði gjaldfrjáls og að við útrýmdum fátækt, strax. Þetta eru forsendur jöfnuðar, sem er grunnur réttlætis.
Síðan lögðum við fram aðgerðir í loftslagsmálum sem byggðu á réttlæti, að kostnaðurinn yrði settur á fyrirtækin sem menga en ekki allan almennings og mest á þau sem minnst efni hafa. Við lögðum til aðgerðir gegn ofbeldisfaraldrinum langlífa, kynbundnu ofbeldi. Við lögðum til sérstakar aðgerðir fyrir öryrkja og munum halda áfram að leggja fram aðgerðir fyrir aldraða, börn, innflytjendur og aðra hópa. Um þessar tillögur má lesa í stefnuyfirlýsingum baráttuhópa Sósíalistaflokksins; Meistaradeildarinnar, Ungra Sósíalista, Sósíalískra femínista, Verkalýðsráðsins, Öryrkjaráðsins, Innflytjendaráðsins.
Við þurfum að endurskapa stjórnmálin
Og við bentum á að ekki væri hægt að ná þessum árangri nema með því að endurskapa stjórnmálin. Við sögðumst ætla að fella elítustjórnmálin og stöðva spillinguna sem grasserar í tengslum elítustjórnmála og auðvalds. Og við lögðum fram áætlun um að örva sjálfstæðisbaráttu almenningsmeð því að styrkja almannasamtök neytenda, leigjenda, skuldara, innflytjenda, sjúklinga og annarra hópa sem skortir efnahagslegan styrk til að ná fram sínum markmiðum.
Sósíalistaflokkurinn lítur á sig sem afl til breytinga. Flokkurinn hefur sýnt að hann getur sameinað fólk með ólíkar skoðanir, úr ólíkum flokkum og samfélagshópum, til aðgerða og baráttu. Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar er dæmi um þetta. Og kosningastefna flokksins er sett þannig fram að mikill meirihluti almennings ætti að geta sameinast að baki henni. Hún er ekki róttækari en svo að hún fellur undir slagorðið: Vindum ofan af nýfrjálshyggjunni.
Ættu ekki allir að geta sameinast um það? Að færa skattkerfið að því réttlæti sem var við líði fyrir nýfrjálshyggju? Að færa auðlindir hafsins til almennings eins og var við lok þorskastríðanna? Að styrkja völd almennings svo hann geti barist við ógnarvald auðvaldsins? Að byggja upp samfélag á grunni kærleika fjöldans en ekki græðgi hinna fáu? Að stöðva eyðileggingu auðvaldsins á náttúrunni og grunnkerfum samfélagsins? Að byggja upp innviði og velferðarkerfi? Að lyfta fólki upp úr fátækt, styðja þau sem verða fyrir áföllum, taka stöðu með þeim sem verða fyrir ofbeldi?
Hver ætti ekki að vilja að taka þátt í baráttu fyrir þessum markmiðum?
Og stefna að stórkostlegu samfélagi
Þessi markmið köllum við Sósíalistar stórkostlegt samfélag. Og við eigum að setja markið svo hátt, ekki tommu lægra.
Og það er ekki bara vegna þess að við ættum alltaf að dreyma stórt heldur vegna þess að við getum framkvæmt þetta. Við stöndum í sambærilegum sporum og þjóðirnar stóðu við lok kreppunnar miklu og stríðsins sem fylgdi henni. Við stöndum í rústum fallinnar hugmyndafræði, sem er grimm og ljót, og við höfum aðgang að afli sem dugar til að byggja upp stórkostlegt samfélag eftir kröfum, hagsmunum, vonum og væntingum alls almennings.
Þetta er sögulegt hlutverk okkar. Sósíalistar segjast ætla að taka völdin af auðvaldinu. Sú yfirlýsing snýst um þetta. Að almenningur hreki auðvaldið frá völdunum yfir ríkisvaldinu og nýti valdið sem þar býr til að byggja upp gott samfélag.
Um þetta snúast komandi kosningar. Stórkostlegt samfélag fyrir fjöldann eða land tækifæra hinna fáu. Það er engin millileið. Það er ekki hægt að þjóna tveimur herrum. Annað hvort ræður almannavaldið eða auðvaldið.
Kjósum með hjartanu, skilum rauðu!
Baráttan fyrir sæmandi kjörum kvenna er sósíalísk barátta
Rúmlega helmingur þeirra sem starfa við umönnun, kennslu og uppeldi barna á leikskólum í sveitarfélögum um land allt eru ófaglærðar konur. Þær fá greidd laun langt undir því sem þarf til að komast af. Láglaunastefna er órjúfanlegur þáttur af kapítalískri samfélagsgerð og það að konur fái greidd smánarlaun fyrir dæmigerð kvennastörf er líka óaðskiljanlegur þáttur af samfélagsgerðinni. Svoleiðis hefur það verið síðan konur fóru að taka fullan þátt á vinnumarkaði. Þá færðust störf sem áður voru ólaunuð og unnin innan veggja heimilisins í hendur starfsfólks þar til gerðra stofnana. Á þeim stofnunum unnu fyrst og fremst konur.
Í dag er krafan um fulla dagvistun ungra barna krafa sem allir taka undir, kapítalistar jafnt sem femínistar. Kapítalistarnir taka undir kröfuna vegna þess að þeir þurfa jafn mikið á kvenkyns vinnuaflinu að halda og karlskyns vinnuaflinu. Femínistarnir taka undir kröfuna vegna þess að án fullrar dagvistunar fyrir ung börn er ljóst hverjar verða sendar aftur inn á heimilin til að gæta barna: konurnar. Þannig spilar kapítalískt samfélag saman við gildi feðraveldisins, þar sem gert er ráð fyrir að konur séu hæfari til barnauppeldis sökum eðlislægs kynjamunar.
Rekstur leikskólanna er ómögulegur án okkar, kvenna í umönnunarstéttum, og störf okkar eru undirstaða bæði efnahagskerfisins og velferðarkerfisins. En í stað þess að okkur séu greidd sanngjörn laun er okkur í raun refsað fyrir að dirfast að út á vinnumarkaðinn. Okkur er refsað með launum sem bera okkur skilaboð kapítalísks feðraveldis: Þið eruð einskis virði, sóttar á ruslahauga sögunnar þangað sem þið verðið svo aftur sendar. Þið ómenntaðar konur úr lágstétt ættuð að hafa vit á að þegja og taka því sem ykkur er rétt.
Við, konur í verkalýðsstétt, upplifum á eigin skinni, á hverjum degi og allan ársins hring, óbærilegt óréttlæti kerfisins sem við neyðumst til að lifa og starfa innan. Þetta er reynsla sem er sársaukafull, en hún er líka verðmæt og á erindi. Við eigum að stíga fram og lýsa ófeimnar reynslu okkar. Látum ekki draga úr okkur kjark með því að láta gera lítið úr frásögnum okkar eða frásagnarmáta. Við erum sérfræðingarnir um eigin tilveru. Við þurfum ekki viðurkenningu þeirra sem hafa hreiðrað um sig hærra í valdapíramída stéttakerfisins.
Aðeins með því að gerast virkir þátttakendur í markvissri stéttabaráttu, í okkar eigin þágu, í þágu frelsis okkar og sjálfstæðis eigum við nokkra von um að bæta kjör okkar. Við þurfum að horfast í augu við að þrátt fyrir langan og erfiðan vinnudag og þrátt fyrir að vera margar í aukavinnu til að komast af verðum við sjálfar að leiða baráttuna, sameinaðar og herskáar. Ekki síst vegna þess að tilhugsunin um að næsta kynslóð ómenntaðra kvenna lendi í sama kerfislæga óréttlætinu er óbærileg!
Barátta okkar hefst innan í maga skepnunnnar, innan í grimmu og algjörlega óforskömmuðu efnahagskerfi kapítalismans, þar sem við erum ekki aðeins kúgaðar vegna stéttastöðu okkar heldur einnig vegna kyns. Við vitum að við munum aldrei öðlast fullt jafnrétti innan þessa kerfis. Við vitum að þau sem fara með völdin vita varla af tilvist okkar. Við vitum að verkalýðsfélögin okkar vita varla af okkur heldur; í þeim sést hvorki né heyrist nema þegar að því kemur að hvetja okkur til að kjósa um óásættanlega kjarasamninga.
Fyrir ekki svo löngu síðan voru draumar kvenréttindakvenna sósíalískir draumar; draumar um efnahagslegt og félagslegt réttlæti. Draumar um lýðræðislega stýringu á vinnustöðum, um friðsamt samfélag þar sem öll börn hljóta sömu tækifæri og eru velkomin. Samfélag þar sem allt fólk hefur jafnt aðgengi að ókeypis heilsugæslu, þar sem fólk starfar saman að því að byggja samfélag fyrir alla. Samfélag þar sem allt fólk er metið jafn mikilvægt, af þeirri ósköp einföldu ástæðu að það er manneskjur.
Við, ómenntaðar láglaunakonur, höfum ekki unnið neina sigra í langan tíma. Við höfum verið jaðarsettar pólitískt svo lengi að við erum orðnar vanar því að tapa. Í því felst meðal annars vald kerfisins yfir okkur: að fá okkur til að skynja stöðu okkar sem óbreytanlega sögulega staðreynd.
En sögulega staðreyndin er sú að þegar við stöndum saman vinnum við ótrúlega sigra. Staðreyndin er líka að um alla veröld eru nú konur af verkalýðsstétt að rísa upp, tilbúnar að heyja sósíalíska baráttu fyrir réttlátu samfélagi. Þær krefjast samfélags þar sem öll búa við mannsæmandi kjör og þar sem konur, þrátt fyrir að hafa ekki haft tækifæri til að njóta menntunar eða frama, geta látið drauma um líf án arðráns og kúgunar rætast.
Sólveig Anna Jónsdóttir